PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 23:31 Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira