Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 09:31 Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, sem eru klárir í jólahlaðborðið laugardaginn 2. desember í íþróttahúsi staðarins. Reiknað er með um 600 manns í hlaðborðið, sem er í boði klúbbsins og fyrirtækja í Skagafirði. Aðsend „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend
Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira