Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 09:31 Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, sem eru klárir í jólahlaðborðið laugardaginn 2. desember í íþróttahúsi staðarins. Reiknað er með um 600 manns í hlaðborðið, sem er í boði klúbbsins og fyrirtækja í Skagafirði. Aðsend „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend Skagafjörður Jólamatur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend
Skagafjörður Jólamatur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira