„Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa klárt plan“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 06:31 Halldór Árnason tók við stjórn Blikaliðsins af Óskari Hrafni Þorvaldssyni nú í haust en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Vísir / Hulda Margrét Blikar mæta Macabbi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á morgun. Leikurinn hefur verið færður af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll. Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti