Sunak segir endurskoðun Brexit ekki í kortunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2023 07:46 Von der Leyen og Sunak á ráðstefnu um gervigreind fyrr í mánuðinum. epa/Tolga Akmen Talsmaður Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því gær að ráðherrann teldi ekki að Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, væri í hættu. Tilefnið voru ummæli sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét falla á viðburði í Brussel á þriðjudag, þar sem hún sagði að leiðtogar hefðu klúðrað Brexit og mögulega væri það eitthvað sem yngri kynslóðin gæti „lagað“. Von der Leyen var spurð að því hvort Bretar myndu einhvern tímann snúa aftur inn í Evrópusambandið. „Ég verð að segja, ég segi við börnin mín: þið verðið að laga þetta... við klúðruðum þessu, þið verðið að laga þetta. Þannig að hér líka held ég er leiðin fram á við, það er mitt persónulega mat, augljós,“ sagði von der Leyen. Talsmaður Sunak sagði hins vegar að það væri aðeins vegna þess frelsis sem Bretar hefðu öðlast við úrgönguna úr Evrópusambandinu að þeir gætu mótað eigin stefnu í málefnum hælisleitenda. Þá sagði hann það einnig Brexit að þakka að sjúklingar hefðu betra aðgengi að lyfjum og að úrbætur hefðu verið gerðar á dýravernd. „Við erum með forsætisráðherra sem barðist fyrir Brexit áður en það þjónaði hagsmunum hans að gera það, þannig að hann er mjög ástríðufullur hvað þetta varðar. Við erum mjög einbeitt í því að láta þetta ganga upp.“ David Cameron, ferðaðist til Brussel í vikunni í fyrsta sinn eftir að hann snéri aftur í hlutverki utanríkisráðherra. Hann barðist fyrir veru Bretlands innan Evrópusambandins. Cameron neitaði að tjá sig við fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Tilefnið voru ummæli sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét falla á viðburði í Brussel á þriðjudag, þar sem hún sagði að leiðtogar hefðu klúðrað Brexit og mögulega væri það eitthvað sem yngri kynslóðin gæti „lagað“. Von der Leyen var spurð að því hvort Bretar myndu einhvern tímann snúa aftur inn í Evrópusambandið. „Ég verð að segja, ég segi við börnin mín: þið verðið að laga þetta... við klúðruðum þessu, þið verðið að laga þetta. Þannig að hér líka held ég er leiðin fram á við, það er mitt persónulega mat, augljós,“ sagði von der Leyen. Talsmaður Sunak sagði hins vegar að það væri aðeins vegna þess frelsis sem Bretar hefðu öðlast við úrgönguna úr Evrópusambandinu að þeir gætu mótað eigin stefnu í málefnum hælisleitenda. Þá sagði hann það einnig Brexit að þakka að sjúklingar hefðu betra aðgengi að lyfjum og að úrbætur hefðu verið gerðar á dýravernd. „Við erum með forsætisráðherra sem barðist fyrir Brexit áður en það þjónaði hagsmunum hans að gera það, þannig að hann er mjög ástríðufullur hvað þetta varðar. Við erum mjög einbeitt í því að láta þetta ganga upp.“ David Cameron, ferðaðist til Brussel í vikunni í fyrsta sinn eftir að hann snéri aftur í hlutverki utanríkisráðherra. Hann barðist fyrir veru Bretlands innan Evrópusambandins. Cameron neitaði að tjá sig við fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira