Maður sem reyndi að bana leigusala tekinn með fíkniefni á Litla-Hrauni Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 17:57 Fíkniefnabrot mannsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem á langan sakaferill að baki hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot sem hann framdi í fangelsinu Litla-Hrauni. Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans. Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans.
Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira