Fullveldið og undirgefnin Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. desember 2023 11:00 Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar