Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 11:30 Íslenska landsliðið vann Wales 1-0 í haust með glæsilegu skallamarki Glódísar Perlu Viggósdóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira