Sex lífeyrissjóðir í óvissu eftir nýjan dóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:37 Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og talskona Lífeyrissjóðs verslunarmanna í málinu. Vísir Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri. Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira