Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 15:31 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira