Dæmdur fyrir ofsaakstur á stolnum bíl undan lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 19:57 Ófsaakstur mannsins var meðal annars um Sæbrautina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna fjölda brota sem áttu sér flest stað í fyrra. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot. Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot.
Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira