„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 20:53 Bjarni brúnaþungur gegn Grindvíkingum síðasta vetur. Það var töluvert léttara yfir honum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. „Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira