„Losna aldrei við hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 09:01 Lilja ásamt föður sínum og aðstoðarþjálfara landsliðsins, Ágústi Jóhannssyni. Mynd/Úr einkasafni Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. „Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
„Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01