Fyrsta framherjamarkið hjá íslenska landsliðinu síðan í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 16:31 Getty/ANP Diljá Ýr Zomers skoraði markið sem á endanum var munurinn á liðunum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Markið var ekki aðeins mikilvægt heldur einnig langþráð. Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr) Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr)
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira