Skýrsla Vals: Særindi og stolt Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 22:33 Stelpurnar voru geggjaðar í dag. Ég skil ekki hvernig þetta endaði með jafntefli. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt. HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt.
HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira