Úrræðaleysi burt Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:00 Guðmunda heiti ég og er aðstandandi manns í fíkniefnaneyslu! Sonur minn hefur verið í neyslu fíkniefna frá 14 ára aldri, þetta byrjar saklaust, bjór um helgar með vinunum, svo smá hass, kók af og til og vín allskonar sull, hann hefur byrjað að sprauta sig um 16, 17 ára, Rítalín var hans aðal dóp en allt var notað jafnvel hestadeyfilyf.... Þetta var fjármagnað fyrst með sölu alls sem hann átti, sjónvarp, tölvan og fötin jafnvel úlpuna utan af sér um hávetur, mikið af verðmætum hurfu frá mér og öðrum fjölskyldumeðlimum, svo var logið við vorum í vandræðum og vantaði pening fyrir mat, læknisþjónustu eða lyfjum, og í stað þess að koma og spyrja mig trúði fólk þessu og lét hann hafa pening......... síðan kom dópsala, henda út kallast það, svo búðarhnupl og þjófnaður. Þegar hann var um 20 ára urðum við að láta hann flytja út, fyrst leigðum við herbergi fyrir hann, hingað og þangað sem alltaf endaði í rugli, síðan var hann í tjaldi heilt sumar, síðustu árin hefur hann verið á götunni, óstaðsettur í húsi, oftast á gistiskýlinu. Hann er núna 36 ára og hefur verið á biðlista eftir meðferð síðustu mánuði en búinn að fá inni á VOG þann 8. des. EN þetta er ekki um hann, heldur okkur aðstandendunum. Mig móður hans 58 ára löngu búinn að missa heilsuna. Allar meðferðirnar, vonin sem deyr, allar heimsóknirnar í fangelsið, ferðir á bráðamóttökuna, spítalainnlagnir, vita aldrei hvar barnið þitt er og hvort það sé í lagi með hann, er hann á lífi, hefur verið ráðist á hann, handrukkarar, hringingar um miðja nótt þar sem hann er í misgóðu ástandi af fráhvörfum eða geðrænum kvillum, sem svo oft fylgja þessari neyslu.... Reiðin, úræðaleisið, vonleisið, vanmáturinn að ógleymdum öllum tárunum. Allar lygarnar, og ljótu orðin, þjófnaðurinn, hann seldi örbylgjuofninn, hnífasettið, myndavélarnar okkar, við erum áhugaljósmyndarar, klesstir og ónýtir bílar og allur peningurinn. VÁ þið getið ekki ímyndað ykkur, ég var um tíma í aukavinnu og maðurinn minn vann langt fram á kvöld, við áttum varla föt og leyfðum okkur aldrei neitt, þetta fór allt í neysluna hjá honum, bjarga honum frá handrukkurum, hann falsaði nafnið mitt fyrir yfirdráttaheimild og lánum, tók BYKO kortið, kortið úr Húsasmiðjunni og Orkukortið, þar sem hann dældi á bíla og fékk borgað í pening, svo komu reikningar upp á mörg hundruð þúsund... En samt þá er hann alltaf barnið mitt, eina barnið mitt, stolt mitt og allt mitt líf og mér þykir óendanlega vænt um hann. Ég hef séð hann í hroðalegu ástandi, svo grannan að hann minnti helst á múmíu, heiðgulan, allan í klessu eftir að hann hafi verið lamin eða hann dottið, símtölin þar sem hann öskrar eins og sært dýr, grætur, er í sjálfsmorðshugleiðingum eða ætlar að ráðast á einhvern og drepa hann... Þegar hann er í lagi er allt þetta gleymt og fyrirgefið, því hann er í lagi, ekkert annað skiptir máli. Það er ekki alkohólismi í hans ætt svo vitað sé, þetta er áunnin fíkn hjá honum. Þetta getur hent alla. Maðurinn minn sem kom inn í líf okkar um það leyti sem þetta byrjaði og hefur staðið með mér í gegnum þetta öll þessi ár, TAKK það eru ekki til nógu sterk orð svo TAKK verður að duga. Barnsmóðir hans sem 17 ára átti barn með honum, sem betur fer ekki í rugli sjálf og hafði vit á að forða sér og lifir nokkuð eðlilegu lífi með manninum sínum og 4 börnum. Dóttir hans, ó elsku litli spelpan, hún varð 19 ára núna í október, lengst ef reyndum við að láta þau hittast en það var ekki alltaf hægt. Hann var bara ekki í ástandi til þess, hún vandist ömmu og afa helgum, var ekki alveg að skilja hvers vegna það væru ekki pabbahelgar eins og hjá vinkonum hennar, svo sárt að horfa uppá eftir því sem hún eldist og fór að skilja þetta betur og betur hvaða áhrif þetta hefur allt haft á hana. Núna laugardaginn 9. desember ætlum við aðstandendur að koma saman niður á Austurvelli. Aðallega erum við að mótmæla biðlistanum til að komast í meðferð OG til að vekja athygli á að bak við hvern fíkill eru nokkrir aðstandendur sem hafa borið hitann og þungan af þessari bið, biðin á dauðalistanum leggst þungt á aðstandendur. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra munu standa fyrir fyrstu mótmælunum á Austurvelli gegn úrræðaleysi og löngum biðlistum í afeitrun og áfengismeðferð laugardaginn 9. des kl 13. Höfundur er aðstandandi fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Guðmunda heiti ég og er aðstandandi manns í fíkniefnaneyslu! Sonur minn hefur verið í neyslu fíkniefna frá 14 ára aldri, þetta byrjar saklaust, bjór um helgar með vinunum, svo smá hass, kók af og til og vín allskonar sull, hann hefur byrjað að sprauta sig um 16, 17 ára, Rítalín var hans aðal dóp en allt var notað jafnvel hestadeyfilyf.... Þetta var fjármagnað fyrst með sölu alls sem hann átti, sjónvarp, tölvan og fötin jafnvel úlpuna utan af sér um hávetur, mikið af verðmætum hurfu frá mér og öðrum fjölskyldumeðlimum, svo var logið við vorum í vandræðum og vantaði pening fyrir mat, læknisþjónustu eða lyfjum, og í stað þess að koma og spyrja mig trúði fólk þessu og lét hann hafa pening......... síðan kom dópsala, henda út kallast það, svo búðarhnupl og þjófnaður. Þegar hann var um 20 ára urðum við að láta hann flytja út, fyrst leigðum við herbergi fyrir hann, hingað og þangað sem alltaf endaði í rugli, síðan var hann í tjaldi heilt sumar, síðustu árin hefur hann verið á götunni, óstaðsettur í húsi, oftast á gistiskýlinu. Hann er núna 36 ára og hefur verið á biðlista eftir meðferð síðustu mánuði en búinn að fá inni á VOG þann 8. des. EN þetta er ekki um hann, heldur okkur aðstandendunum. Mig móður hans 58 ára löngu búinn að missa heilsuna. Allar meðferðirnar, vonin sem deyr, allar heimsóknirnar í fangelsið, ferðir á bráðamóttökuna, spítalainnlagnir, vita aldrei hvar barnið þitt er og hvort það sé í lagi með hann, er hann á lífi, hefur verið ráðist á hann, handrukkarar, hringingar um miðja nótt þar sem hann er í misgóðu ástandi af fráhvörfum eða geðrænum kvillum, sem svo oft fylgja þessari neyslu.... Reiðin, úræðaleisið, vonleisið, vanmáturinn að ógleymdum öllum tárunum. Allar lygarnar, og ljótu orðin, þjófnaðurinn, hann seldi örbylgjuofninn, hnífasettið, myndavélarnar okkar, við erum áhugaljósmyndarar, klesstir og ónýtir bílar og allur peningurinn. VÁ þið getið ekki ímyndað ykkur, ég var um tíma í aukavinnu og maðurinn minn vann langt fram á kvöld, við áttum varla föt og leyfðum okkur aldrei neitt, þetta fór allt í neysluna hjá honum, bjarga honum frá handrukkurum, hann falsaði nafnið mitt fyrir yfirdráttaheimild og lánum, tók BYKO kortið, kortið úr Húsasmiðjunni og Orkukortið, þar sem hann dældi á bíla og fékk borgað í pening, svo komu reikningar upp á mörg hundruð þúsund... En samt þá er hann alltaf barnið mitt, eina barnið mitt, stolt mitt og allt mitt líf og mér þykir óendanlega vænt um hann. Ég hef séð hann í hroðalegu ástandi, svo grannan að hann minnti helst á múmíu, heiðgulan, allan í klessu eftir að hann hafi verið lamin eða hann dottið, símtölin þar sem hann öskrar eins og sært dýr, grætur, er í sjálfsmorðshugleiðingum eða ætlar að ráðast á einhvern og drepa hann... Þegar hann er í lagi er allt þetta gleymt og fyrirgefið, því hann er í lagi, ekkert annað skiptir máli. Það er ekki alkohólismi í hans ætt svo vitað sé, þetta er áunnin fíkn hjá honum. Þetta getur hent alla. Maðurinn minn sem kom inn í líf okkar um það leyti sem þetta byrjaði og hefur staðið með mér í gegnum þetta öll þessi ár, TAKK það eru ekki til nógu sterk orð svo TAKK verður að duga. Barnsmóðir hans sem 17 ára átti barn með honum, sem betur fer ekki í rugli sjálf og hafði vit á að forða sér og lifir nokkuð eðlilegu lífi með manninum sínum og 4 börnum. Dóttir hans, ó elsku litli spelpan, hún varð 19 ára núna í október, lengst ef reyndum við að láta þau hittast en það var ekki alltaf hægt. Hann var bara ekki í ástandi til þess, hún vandist ömmu og afa helgum, var ekki alveg að skilja hvers vegna það væru ekki pabbahelgar eins og hjá vinkonum hennar, svo sárt að horfa uppá eftir því sem hún eldist og fór að skilja þetta betur og betur hvaða áhrif þetta hefur allt haft á hana. Núna laugardaginn 9. desember ætlum við aðstandendur að koma saman niður á Austurvelli. Aðallega erum við að mótmæla biðlistanum til að komast í meðferð OG til að vekja athygli á að bak við hvern fíkill eru nokkrir aðstandendur sem hafa borið hitann og þungan af þessari bið, biðin á dauðalistanum leggst þungt á aðstandendur. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra munu standa fyrir fyrstu mótmælunum á Austurvelli gegn úrræðaleysi og löngum biðlistum í afeitrun og áfengismeðferð laugardaginn 9. des kl 13. Höfundur er aðstandandi fíkils.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun