Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:29 Frá vettvangi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum. Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26