„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 21:56 Hjalti Þór, þjálfari Vals, á ærið verkefni fyrir höndum að stilla saman strengi hjá sínu liði Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira