Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2023 06:41 Á hefðbundnum kosningafundum er kjósendum gefinn kostur á því að spyrja frambjóðendur spjörunum úr en Trump svaraði aðeins spurningum Hannity. Getty/Scott Olson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira