Glæpur og refsing kvenna í samtímanum Kristín I. Pálsdóttir og Helena Bragadóttir skrifa 8. desember 2023 09:00 Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fangelsismál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun