„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 11:31 Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í eitt ár og rúma átta mánuði Vísir/Daníel Þór Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn