Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær gegn Dönum í gær. Hér er hún með boltann í heimaleiknum gegn Danmörku sem Ísland tapaði naumlega. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. Þýskaland náði aðeins markalausu jafntefli við Wales í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í gær. Því hefði Danmörk unnið riðilinn með sigri gegn Íslandi, og komist í umspil um sæti á sjálfum Ólympíuleikunum. En hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir lokaði markinu í sínum fyrsta A-landsleik, og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði svo laglegt sigurmark í seinni hálfleik sem gerði út um vonir Danmerkur. Karólína spilar í Þýskalandi, nú sem lánsmaður hjá Leverkusen frá stórveldinu Bayern München. Þýskum þakkarkveðjum rigndi yfir hana eftir afrek gærkvöldsins. „Ég fékk þakkarkveðju frá stelpunum í Bayern í gær og frá liðsfélaga mínum í Leverkusen líka,“ sagði Karólína við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Total Football Agency (@agencytotalfootball) Stór hópur leikmanna Bayern eru þýskar landsliðskonur og Elisa Senss, liðsfélagi Karólínu hjá Leverkusen, var í liðinu gegn Wales í gær. En það voru ekki bara leikmenn þýska landsliðsins sem þökkuðu Karólínu og íslenska liðinu. „Instagram var fullt af Þjóðverjum að þakka manni,“ sagði Karólína létt. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Einnig má meðal annars sjá þakkir frá Þjóðverjum í kommentum við færslu KSÍ um leikinn, og á Twitter hafa sniðugir, þýskir stuðningsmenn meðal annars valið Karólínu sem mann leiksins í leik Wales og Þýskalands, og þakkað henni fyrir hennar framlag. Á meðan að Þjóðverja bíða núna fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar, þar sem þrjú liðanna komast áfram á Ólympíuleikana í París næsta sumar, er næsta verkefni Íslands að spila í umspili í lok febrúar um að halda sæti sínu í A-deild. Leikið verður heima og að heiman, en reyndar er óljóst hvar heimaleikur Íslands verður og er vilji KSÍ að leikurinn verði erlendis vegna vallaraðstæðna á Íslandi. Dregið verður á mánudag um það hvaða liði Ísland mætir í umspilinu en mögulegir mótherjar eru Ungverjaland, Króatía, Serbía og Bosnía. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31 „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þýskaland náði aðeins markalausu jafntefli við Wales í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í gær. Því hefði Danmörk unnið riðilinn með sigri gegn Íslandi, og komist í umspil um sæti á sjálfum Ólympíuleikunum. En hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir lokaði markinu í sínum fyrsta A-landsleik, og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði svo laglegt sigurmark í seinni hálfleik sem gerði út um vonir Danmerkur. Karólína spilar í Þýskalandi, nú sem lánsmaður hjá Leverkusen frá stórveldinu Bayern München. Þýskum þakkarkveðjum rigndi yfir hana eftir afrek gærkvöldsins. „Ég fékk þakkarkveðju frá stelpunum í Bayern í gær og frá liðsfélaga mínum í Leverkusen líka,“ sagði Karólína við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Total Football Agency (@agencytotalfootball) Stór hópur leikmanna Bayern eru þýskar landsliðskonur og Elisa Senss, liðsfélagi Karólínu hjá Leverkusen, var í liðinu gegn Wales í gær. En það voru ekki bara leikmenn þýska landsliðsins sem þökkuðu Karólínu og íslenska liðinu. „Instagram var fullt af Þjóðverjum að þakka manni,“ sagði Karólína létt. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Einnig má meðal annars sjá þakkir frá Þjóðverjum í kommentum við færslu KSÍ um leikinn, og á Twitter hafa sniðugir, þýskir stuðningsmenn meðal annars valið Karólínu sem mann leiksins í leik Wales og Þýskalands, og þakkað henni fyrir hennar framlag. Á meðan að Þjóðverja bíða núna fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar, þar sem þrjú liðanna komast áfram á Ólympíuleikana í París næsta sumar, er næsta verkefni Íslands að spila í umspili í lok febrúar um að halda sæti sínu í A-deild. Leikið verður heima og að heiman, en reyndar er óljóst hvar heimaleikur Íslands verður og er vilji KSÍ að leikurinn verði erlendis vegna vallaraðstæðna á Íslandi. Dregið verður á mánudag um það hvaða liði Ísland mætir í umspilinu en mögulegir mótherjar eru Ungverjaland, Króatía, Serbía og Bosnía.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31 „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10
Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. 5. desember 2023 20:56
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25