Tíu bestu frumraunir landsliðskvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2023 10:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Olga Færseth létu allar mikið að sér kveða í sínum fyrsta landsleik. vísir Markvörðurinn ungi, Fanney Inga Birkisdóttir, átti eftirminnilega frumraun með íslenska fótboltalandsliðinu sem vann Danmörku í fyrradag. Í tilefni þess fór Vísir yfir eftirminnilegustu frumraunir landsliðskvenna Íslands. Fanney Inga Birkisdóttir Valskonan unga lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Danmörku í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn. Miðað við frammistöðuna hefði mátt halda að Fanney væri þrítug og að spila sinn hundraðasta landsleik en ekki átján ára og að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Fanney lék frábærlega í fræknum 0-1 sigri Íslands og í viðtali við RÚV eftir leikinn sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að þetta væri örugglega besta frumraun leikmanns í sögu landsliðsins. Fanney fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína á Vísi. „Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu,“ sagði í umsögn um frammistöðu Fanneyjar. Margrét Lára Viðarsdóttir Eyjakonan var aðeins sextán ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik í júní 2003. Margrét Lára kom inn á sem varamaður fyrir Málfríði Ernu Sigurðardóttur á 66. mínútu. Fjórum mínútum síðar var hún búin að gera það sem hún gerði best; að skora, með skalla af stuttu færi. Þarna hófst glæstur landsliðsferill Margrétar Láru sem skoraði 78 mörk í viðbót fyrir landsliðið. Hún er langlangmarkahæst í sögu þess. Dóra María Lárusdóttir Önnur landsliðshetja sem lék sinn fyrsta landsleik 2003, um haustið. Dóra María var átján ára leikmaður Vals þegar hún kom inn á sem varamaður í leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða því hún skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á, tíunda mark Íslands í 10-0 sigri. Dóra María þjónaði landsliðinu vel og lengi, spilaði alls 114 landsleiki og skoraði átján mörk. Hún varð yngsta íslenska landsliðskonan til að spila hundrað landsleiki. Ingibjörg Sigurðardóttir Grindvíkingurinn kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið og stimplaði sig strax inn í það með afgerandi hætti. Ingibjörg var nítján ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Írlandi í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2017. Ingibjörg Sigurðardóttir í fyrsta landsleiknum sem var í grenjandi rigningu í Dublin sumarið 2017.getty/Matt Browne Hún lék frábærlega í íslensku vörninni í markalausu jafntefli og mánuði síðar byrjaði hún inn á í fyrsta leik Íslands á EM, gegn Frakklandi. Hún spilaði einnig leikinn gegn Sviss og hefur verið fastamaður í landsliðinu frá þessu eftirminnilega sumri 2017. Ingibjörg hefur alls leikið 57 landsleiki og þeir eiga eftir að verða miklu fleiri. Sandra María Jessen Sandra María sló í gegn þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2012. Hún skoraði þá átján mörk í átján deildarleikjum og var markahæst í Pepsi deildinni ásamt Elínu Mettu Jessen. Þær léku báðar sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Ungverjalandi í undankeppni EM daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 2012. Og það var kannski í takt við annað hjá sautján ára Söndru Maríu sumarið 2012 að hún skoraði í leiknum, þriðja mark Íslands í 3-0 sigri. Alls eru landsleikir Söndru Maríu orðnir 38 og mörkin sex. Olga Færseth Talandi um draumaár þá var árið 1994 mergjað hjá Olgu. Hún varð tvöfaldur meistari í bæði fótbolta (með Breiðabliki) og í körfubolta (með Keflavík) en auk þess var hún markahæsti leikmaðurinn í fótboltanum og valin besti leikmaðurinn í körfuboltanum. Í úrslitaeinvíginu í körfuboltanum vorið 1994 setti hún stigamet með því að skora 111 stig eða 22,2 stig í leik. Það met stóð í 22 ár. Hún skoraði síðan 24 mörk í 14 leikjum með Blikum í fótboltadeildinni og endaði fimm mörkum á undan næstu konu. Úr umfjöllun Morgunblaðsins um sigur Íslands á Hollandi haustið 1994.skjáskot af timarit.is Ekki nóg með það heldur skoraði Olga mark í sínum fyrsta fótboltalandsleik. Og það var heldur betur mikilvægt. Olga skoraði nefnilega eina markið í leik Hollands og Íslands í Rotterdam en með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í átta liða úrslitum EM. Þetta var fyrsta af fjórtán mörkum Olgu fyrir landsliðið í 54 leikjum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir Markvörðurinn var aðeins sextán ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik á Pinatar mótinu á Spáni í mars 2020 og er enn yngsti landsliðsmarkvörður Íslands, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikurinn var gegn Norður-Írlandi og Cecilía gerði sér lítið fyrir og hélt hreinu í 0-1 sigri Íslands. Cecilía er með frábæra tölfræði með landsliðinu. Hún hefur leikið ellefu landsleiki og haldið átta sinnum hreinu. Sveindís Jane Jónsdóttir Annar leikmaður sem fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Keflvíkingurinn lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tók á móti Lettlandi í september 2020. Sveindís stimplaði sig inn með krafti því hún skoraði tvö mörk í leiknum en þá hafði enginn leikmaður skorað jafn mikið í fyrsta leik sínum með landsliðinu. Sveindís var þá nítján ára leikmaður Breiðabliks en er núna 22 ára leikmaður Wolfsburg. Hún hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Hinn leikmaðurinn sem hefur skorað tvö mörk í fyrsta A-landsleik sínum er Ólöf Sigríður. Það var á Pinatar mótinu í febrúar á þessu ári. Ólöf, sem var þá nítján ára, skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Skotlandi. Sannarlega kraftmikil byrjun hjá Þróttaranum markheppna. Rakel Ögmundsdóttir Rakel, þá 22 ára leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk í fyrsta landsleik sínum, 2-2 jafntefli gegn Úkraínu í Donetsk í ágúst 1999. Rakel kom inn á sem varamaður strax á 13. mínútu og skoraði á 57. mínútu. Rakel Ögmundsdóttir í leik með Breiðabliki um aldamótin.blikar.is Rakel hafði komið inn í Blikaliðið um mitt þetta sumar frá Bandaríkjunum og skorað sjö mörk í níu leikjum í deildinni. Rakel er með frábæra tölfræði með íslenska landsliðinu en í tíu leikjum fyrir það skoraði hún sjö mörk. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. 6. desember 2023 14:31 Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00 Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00 Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Fanney Inga Birkisdóttir Valskonan unga lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Danmörku í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn. Miðað við frammistöðuna hefði mátt halda að Fanney væri þrítug og að spila sinn hundraðasta landsleik en ekki átján ára og að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Fanney lék frábærlega í fræknum 0-1 sigri Íslands og í viðtali við RÚV eftir leikinn sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að þetta væri örugglega besta frumraun leikmanns í sögu landsliðsins. Fanney fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína á Vísi. „Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu,“ sagði í umsögn um frammistöðu Fanneyjar. Margrét Lára Viðarsdóttir Eyjakonan var aðeins sextán ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik í júní 2003. Margrét Lára kom inn á sem varamaður fyrir Málfríði Ernu Sigurðardóttur á 66. mínútu. Fjórum mínútum síðar var hún búin að gera það sem hún gerði best; að skora, með skalla af stuttu færi. Þarna hófst glæstur landsliðsferill Margrétar Láru sem skoraði 78 mörk í viðbót fyrir landsliðið. Hún er langlangmarkahæst í sögu þess. Dóra María Lárusdóttir Önnur landsliðshetja sem lék sinn fyrsta landsleik 2003, um haustið. Dóra María var átján ára leikmaður Vals þegar hún kom inn á sem varamaður í leik gegn Póllandi í undankeppni EM. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða því hún skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á, tíunda mark Íslands í 10-0 sigri. Dóra María þjónaði landsliðinu vel og lengi, spilaði alls 114 landsleiki og skoraði átján mörk. Hún varð yngsta íslenska landsliðskonan til að spila hundrað landsleiki. Ingibjörg Sigurðardóttir Grindvíkingurinn kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið og stimplaði sig strax inn í það með afgerandi hætti. Ingibjörg var nítján ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Írlandi í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2017. Ingibjörg Sigurðardóttir í fyrsta landsleiknum sem var í grenjandi rigningu í Dublin sumarið 2017.getty/Matt Browne Hún lék frábærlega í íslensku vörninni í markalausu jafntefli og mánuði síðar byrjaði hún inn á í fyrsta leik Íslands á EM, gegn Frakklandi. Hún spilaði einnig leikinn gegn Sviss og hefur verið fastamaður í landsliðinu frá þessu eftirminnilega sumri 2017. Ingibjörg hefur alls leikið 57 landsleiki og þeir eiga eftir að verða miklu fleiri. Sandra María Jessen Sandra María sló í gegn þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2012. Hún skoraði þá átján mörk í átján deildarleikjum og var markahæst í Pepsi deildinni ásamt Elínu Mettu Jessen. Þær léku báðar sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætti Ungverjalandi í undankeppni EM daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 2012. Og það var kannski í takt við annað hjá sautján ára Söndru Maríu sumarið 2012 að hún skoraði í leiknum, þriðja mark Íslands í 3-0 sigri. Alls eru landsleikir Söndru Maríu orðnir 38 og mörkin sex. Olga Færseth Talandi um draumaár þá var árið 1994 mergjað hjá Olgu. Hún varð tvöfaldur meistari í bæði fótbolta (með Breiðabliki) og í körfubolta (með Keflavík) en auk þess var hún markahæsti leikmaðurinn í fótboltanum og valin besti leikmaðurinn í körfuboltanum. Í úrslitaeinvíginu í körfuboltanum vorið 1994 setti hún stigamet með því að skora 111 stig eða 22,2 stig í leik. Það met stóð í 22 ár. Hún skoraði síðan 24 mörk í 14 leikjum með Blikum í fótboltadeildinni og endaði fimm mörkum á undan næstu konu. Úr umfjöllun Morgunblaðsins um sigur Íslands á Hollandi haustið 1994.skjáskot af timarit.is Ekki nóg með það heldur skoraði Olga mark í sínum fyrsta fótboltalandsleik. Og það var heldur betur mikilvægt. Olga skoraði nefnilega eina markið í leik Hollands og Íslands í Rotterdam en með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í átta liða úrslitum EM. Þetta var fyrsta af fjórtán mörkum Olgu fyrir landsliðið í 54 leikjum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir Markvörðurinn var aðeins sextán ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik á Pinatar mótinu á Spáni í mars 2020 og er enn yngsti landsliðsmarkvörður Íslands, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikurinn var gegn Norður-Írlandi og Cecilía gerði sér lítið fyrir og hélt hreinu í 0-1 sigri Íslands. Cecilía er með frábæra tölfræði með landsliðinu. Hún hefur leikið ellefu landsleiki og haldið átta sinnum hreinu. Sveindís Jane Jónsdóttir Annar leikmaður sem fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Keflvíkingurinn lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tók á móti Lettlandi í september 2020. Sveindís stimplaði sig inn með krafti því hún skoraði tvö mörk í leiknum en þá hafði enginn leikmaður skorað jafn mikið í fyrsta leik sínum með landsliðinu. Sveindís var þá nítján ára leikmaður Breiðabliks en er núna 22 ára leikmaður Wolfsburg. Hún hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Hinn leikmaðurinn sem hefur skorað tvö mörk í fyrsta A-landsleik sínum er Ólöf Sigríður. Það var á Pinatar mótinu í febrúar á þessu ári. Ólöf, sem var þá nítján ára, skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Skotlandi. Sannarlega kraftmikil byrjun hjá Þróttaranum markheppna. Rakel Ögmundsdóttir Rakel, þá 22 ára leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk í fyrsta landsleik sínum, 2-2 jafntefli gegn Úkraínu í Donetsk í ágúst 1999. Rakel kom inn á sem varamaður strax á 13. mínútu og skoraði á 57. mínútu. Rakel Ögmundsdóttir í leik með Breiðabliki um aldamótin.blikar.is Rakel hafði komið inn í Blikaliðið um mitt þetta sumar frá Bandaríkjunum og skorað sjö mörk í níu leikjum í deildinni. Rakel er með frábæra tölfræði með íslenska landsliðinu en í tíu leikjum fyrir það skoraði hún sjö mörk.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. 6. desember 2023 14:31 Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00 Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00 Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31 Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Sögulegt: Fyrsta sinn sem Ísland vinnur gömlu herraþjóðina á danskri grundu Íslenska kvennalandsliðið endaði árið á frábærum sigri á Dönum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær og náði um leið vonandi að brjóta múr sem hefur staðið alltof lengi. 6. desember 2023 14:31
Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6. desember 2023 13:00
Fjölskyldan í skýjunum með frumraun Fanneyjar Hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, stimplaði sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er hún átti stórleik í sínum fyrsta A-landsleik. Leik gegn Dönum á útivelli í Þjóðadeildinni sem endaði með eins marks sigri Íslands. Fjölskylda Fanneyjar var á vellinum í Viborg og segir faðir hennar, Birkir Ingibjartsson, dóttur sína aldeilis hafa sýnt hvað í sér býr. 6. desember 2023 12:00
Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. 6. desember 2023 10:31
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. 5. desember 2023 20:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti