Dæmdir fyrir kannabisræktun: Skilorð vegna gríðarlegs dráttar Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi drátt á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem upp komst um árið 2017. Mennirnir hlutu allir skilorðsbundna dóma vegna mikils dráttar á rannsókn málsins og enn meiri dráttar á útgáfu ákæru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira