Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 14:33 Ekkert þeirra sem dæmir í málinu er Hæstaréttardómari. Hæstiréttur Íslands Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent