Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 18:50 Vladimír Pútín og Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan, forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Abu Dhabi í morgun. AP/Sergei Savostyanov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum.
Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira