Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli Gunnar Svanur Einarsson skrifar 8. desember 2023 07:00 Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun