Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana Sigurður Gunnsteinsson skrifar 8. desember 2023 14:00 Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun