Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 14:03 Bjarni var hinn rólegasti á meðan Katrín henti glimmerinu yfir hann í þrígang. Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. „Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ segir Katrín Harðardóttir mótmælandi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið stóð yfir fundur í Veröld, húsi Vigdísar, í tilefni af 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar þegar mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna. Þeir stilltu sér upp með borða sem á stóð „Stjórnmálaslit - Viðskiptabann á Ísrael.“ Hellti þremur glimmerstaukum Katrín segist hafa hellt úr þremur glimmerstaukum yfir utanríkisráðherra. Hann hafi verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana um að gera þetta ekki þegar komið var að þeim þriðja. „Manni ofbýður ástandið. Þetta er dauðans alvara. Maður hefur fylgst með þessu á Instagram og þetta er bara svo hrópandi óréttlæti. Mesta hræsnin er að ætla að koma sem utanríkisráðherra að tala með pompi og prakt til að fagna 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það er bara út í hött á sama tíma og þú styður þjóðarmorð.“ Katrín segir alveg ljóst að atburðir á Gasa séu þjóðarmorð. Allur heimurinn sé til vitnis um það. „Ef maður gerir ekki neitt er maður samsekur. Við erum öll samsek.“ Mótmælendurnir voru vopnaðir ýmsum leikmunum. Hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum lögreglu Heldurðu að þessi mótmæli muni hafa áhrif? „Ég hef svo sem enga trú á Bjarna Ben. Hann má taka þessari jólakveðju minni og ég vona að hann líti í eigin barm og hugsi um þessi börn sem deyja á hverjum degi og þjást án verkjalyfja undir húsarústum. Að hann hugsi um þau eins og sín eigin. Að hann sjái sér fært um að vera manneskja. Það er aðalmálið.“ Katrín segir lögreglu hafa rætt við hópinn í kjölfar aðgerðanna. Ljósmynd hafi verið tekin af ökuskírteini hennar. „Það verða kannski eftirköst en það er svo mikið í húfi að það skiptir ekki máli. Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir úti á götu reiðir hérna á Íslandi. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á sunnudaginn við utanríkisráðuneytið, að koma og ganga með fólki og láta heyra í sér.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Reykjavík Háskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira