Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:03 Svanhildur Þorvaldsdóttir ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um niðurstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ástandið á Gasa. Stöð 2 Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um niðurstöðuna, ástandið á Gasa og mótmæli gegn stjórnvöldum. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við HÍ og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom í myndver fréttastofu og ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um niðurstöðu Öryggisráðsins. Horfa má á viðtal við hana frá tímanum 2:20 í klippunni fyrir neðan: Niðurstaðan komi lítið á óvart „Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er áframhald á þessari pattstöðu sem hefur verið á málefnum Ísraels og Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Svanhildur aðspurð út í það hvaða þýðingu niðurstaðan hefði. „Það sem kemur kannski á óvart og er áhugavert í þessu samhengi er að aðalritarinn nýtir þarna 99. grein stofnsáttmálans til að kalla saman öryggisráðið til að fjalla um þetta,“ bætti hún við. Að sögn Svanhildar sýni niðurstaðan tvennt. „Bandaríkin eru að verða einangraðri og einangraðri innan Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að þessu málefni,“ sagði hún. „En það sýnir líka flókna og erfiða stöðu aðalritarans sem yfirmanns stofnunarinnar og þar með starfsmanna þeirra sem eru í auknum mæli að kalla eftir meiri aðgerðum og benda á mannúðarástandið á Gasa og svo hins vegar aðila sem vinnur í krafti samvinnu og samstarfs við aðildarríkin og þá sérstaklega stórveldin. Þannig þetta er ekki eitthvað sem styrkir samband Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í þessu málefni,“ sagði Svanhildur. Erfitt að sjá annað en áframhald af núverandi ástandi Ísrael hafa sagt að ef Hamas gefst, sem engar líkur eru á að gerist, að þá sé stríðið búið. Er einhver lokapunktur í þessu máli? „Það myndu flest stríð enda hratt ef annar aðilinn gæfist bara upp og ástæðan fyrir því að þau gera það ekki er að hvorugur er tilbúinn til þess og Ísrael veit fullvel að Hamas er ekkert að fara að gefast upp. Þannig að nei, ég held að við sjáum ekkert fram á neinn lokapunkt,“ sagði Svanhildur. „Þetta heldur áfram og svo kemur einhvern tímann vopnahlé. Við sjáum hvað kemur í kjölfarið af því en í raun og veru held ég að það sé erfitt að sjá annað en áframhald af þessu sem hefur verið að gerast undanfarið,“ bætti hún við. Alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í hörmungarástand Ísraelar eru mjög agressífir. Er það að einhverju leyti skiljanlegt hvað þeir berjast hart? „Eins og Ísrael hafa sagt og Bandaríkin hafa stutt við, þá hafa þeir sinn rétt til sjálfsvarnar. Þeir sjá þessa árás sem gerist í byrjun nóvember og er mjög stór og hefur mikil áhrif á ísraelskt þjóðfélag. Að einhverju leyti skilur maður að það séu ákveðin straumhvörf hjá þeim,“ sagði hún um Ísraela. „Það sem hefur svo gerst í kjölfarið er þetta hörmungarástand sem almennir borgarar á Gasa eru að verða fyrir og eitthvað sem alþjóðasamfélagið þyrfti að gera eitthvað í,“ sagði hún að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42