Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 00:08 Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, með Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar. Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“ Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“
Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira