Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Reykur rís í norðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelshers. Vísir/EPA Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fram kemur á vef Reuters að Ísraelsher telji sig vera að ná árangri. Þjóðaröryggisráðgjafinn Tzachi Hanegbi sagði að herinn hefði samanlagt drepið í það minnsta sjö þúsund Hamas liða á sama tíma og yfirmaður í hernum, Herzi Halevi, sagði hermönnum að þeir þyrftu að gera meira. Bandaríkin notuðu neitunarvald sitt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag og komu í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um vopnahlé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu, sem rekið er af Hamas, eru 17 þúsund almennir borgarar látnir í árásum Ísraela og þúsundir týnd og talin látin undir rústum. Um 40 prósent látinna eru börn. Þá hafa yfirmenn hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni í Palestínu. Níu af tíu fá ekki að borða daglega Helmingur íbúa á Gasa er nú sagður svelta og níu af tíu fá ekkert að borða á hverjum degi. Það segir Carl Skau, yfirmaður hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þá segir hann aðeins hluta þeirra birgða sem þarf að fara með þangað komast inn og að nánast ómögulegt sé að komast þangað. Aðeins er hægt að komast inn í gegnum landamæri við Egyptaland. Talsmaður ísraelska hersins segir að herinn reyni að aðstoða við það að koma birgðum að inn á svæðið en að það sé erfitt. Herinn vinni að því að útrýma Hamas og koma gíslum heim. Enn eru 137 gíslar í haldi Hamas-liða. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma eins miklu inn á Gasa og við getum,“ er haft eftir talsmanni þeirra, Richard Hecht. Til skoðunar er að opna landamærin við Kerem Shalom til að koma meiri birgðum að. Þá myndu bílarnir fyrst koma við þar, innihald þeirra vera skoðað þar og þeim svo ekið inn á Gasa í gegnum landamærin við Rafah sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð. Fjallað var um málið á vef Reuters. Skau sagði í gær við breska ríkisútvarpið að þegar teymi hans fór á vettvang hafi þau mætt mikilli ringulreið, örvæntingu og hræðslu. Ekkert hafi undirbúið þau fyrir það sem þau sáu. Þá sagði hann nauðsynlegt að opna önnur landamæri svo hægt sé að koma nægum hjálpargögnum að inn á Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9. desember 2023 21:46
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51