A-deild næstu Þjóðardeildarinnar verður einnig undankeppni fyrir næsta Evrópumót þar sem tvær efstu þjóðirnar í riðlunum tryggja sér sæti á EM 2025.
Ísland, Belgía, Noregur og Svíþjóð lentu öll í þriðja sæti í sínum riðli í A deild og geta þau mætt Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Ungverjalandi eða Serbíu sem lentu öll í öðru sæti í sínum riðli í B-deild.
Spilaðir verða tveir leikir, heima og að heiman og er það samanlagður árangur í leikjunum tveimur sem gildir. Ekki er ljóst hvar Ísland mun spila heimaleik sinn en stjórn KSÍ hefur sótt um leyfi hjá UEFA um að spila hann á erlendri grundu.
Fyrri leikurinn í umspilinu verður útileikur og sá síðari heimaleikur. Leikirnir verða spilaðir á tímabilinu 21. til 28. febrúar 2024
Drátturinn fer fram í hádeginu en þá er einnig dregið í úrslit Þjóðardeildarinnar sem og í umspil milli B- og C-deildarinnar.
Þessi frammistaða hjá Fanneyju Ingu Birkisdóttur í sínum fyrsta A landsleik!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 7, 2023
Rewind to this superb debut from Fanney Inga Birkisdóttir on Tuesday! #dottir pic.twitter.com/mhLi2cQE70