Hershöfðingjar funda um mögulegt vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 12:45 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan vegna átaka þar undanfarna mánuði. Ástandinu hefur verið lýst sem martraðakenndu. Getty/Luke Dray Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra. Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF. Súdan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF.
Súdan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent