Roma náði forystunni strax á 5. mínútu þegar Romelu Lukaku skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik, Rómverjum í vil, en gamanið fór síðan að kárna. Nicola Zalewski fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 64. mínútu. Tveimur mínútum síðar jafnaði Lucas Martinez Quarta fyrir Fiorentina.
Vont varð enn verra fyrir Roma þegar Lukaku fékk beint rautt spjald þremur mínútum fyrir leikslok. Rómverjar voru því aðeins níu inni á vellinum gegn fullskipuðu liði Fiorentina.
Skömmu eftir að Lukaku var rekinn af velli sást Mourinho skrifa upplýsingar á blað. Hann lét boltastrák hafa miðann og hann færði markverði Roma, Rui Patricio, hann. Portúgalinn leit á miðann og rætti boltastráknum hann svo aftur.
Hvort sem það var upplýsingunum á miðanum að þakka eða ekki héldu níu leikmenn Roma út og náðu í stig.
Þetta skemmtilega atvik sem og mörkin og rauðu spjöldin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Roma er í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir fimmtán umferðir.