Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 09:50 Áður en hæstiréttur Texas opinberaði úrskurð sinn fór Cate Kox í annað ríki Bandaríkjanna til að fara í þungunarrof. Lögmenn hennar segja heilsu hennar hafa farið versnandi. AP Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“ Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira