Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 12:16 Yfirlitsmynd af slysstað. Bíll mannsins er neðst til hægri. Tæknideild lögreglu Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira