Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2023 21:36 Málið var tekið fyrir á bæjarþingi í Hafnarfirði árið 1965. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur. Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur.
Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira