Hversu margir þurfa að deyja? Tómas A. Tómasson skrifar 15. desember 2023 10:00 Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun