Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 23:56 Bandaríska herskipið USS Carney sem staðsett hefur verið á Rauðahafi undanfarna daga. AP Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“