Þakklát íslensku þjóðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 16:09 Asil missti fótinn í árasinni aðeins sautján ára gömul. Vísir/Samsett Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum. Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það var gert á þingfundi í gær þar sem nítján öðrum einstaklingum, margir hverjir frá stríðshrjáðum löndum, var einnig veittur ríkisborgarréttur. Bróðir Asilar heitir Suleiman Almassri og hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Bjóst ekki við þessu „Við erum svo ánægð. Ég hringdi í Asil í gær. Hún er svo glöð og hún bjóst ekki við þessu. Hana langar að koma hingað og byrja að læra íslensku og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Hún er svo þakklát fyrir Alþingi, fólkið á Íslandi og ríkisstjórnina fyrir að styðja hana og hjálpa henni,“ segir Suleiman bróðir hennar í samtali við fréttamann. Fyrir tveimur mánuðum síðar varð heimili fjölskyldunnar í Al-Fukhari-þorpi fyrir ísraelskri eldflaug. Foreldrar hans báðir og önnur systra hans voru drepin af ísraelska hernum í árásinni. Hana lifðu þó af Asil og tvö börn eldri systurinnar sem lést. Asil er í Egyptalandi sem stendur en á langt ferðalag fram undan til Belgíu þar sem eftir áramót muni bróðir hennar sækja hana og koma með til Íslands. Framundan er langt bataferli. Á engan að í Gasa Suleiman segir Asil vera að búa sig undir nýtt líf þar sem hún getur byrjað aftur í skóla og verið örugg. Hann segir ekkert bíða hennar í Gasa þar sem þau eiga engan þar að lengur. Þau viti heldur ekki hvort hægt verði að endurbyggja heimili þeirra í Al-Fukhari að stríðinu loknu. „Ástandið er henni mjög erfitt. Hún er ung, ekki nema sautján ára, þannig hún getur ekki séð um sig sjálfa. Ástandið í Gasa er mjög erfitt núna. Sérstaklega spítalarnir og hún þarf á aðhlynningu að halda,“ segir Suleiman. Fluggáfuð og langar í háskóla Gert er ráð fyrir því að hin sautján ára Asil muni gera sér leið til Belgíu á næstunni og þaðan fara þau systkinin til Íslands í lok desember eða byrjun janúar. Það sé mikil pappírsvinna að koma henni úr Egyptalandi en að ferlið sé hafið og gangi smurt fyrir sig. „Hana langar að vera eins og hver annar, örugga og byrja að læra. Hún er fluggáfuð og stendur sig vel í skóla. Hún talar betri ensku en ég. Hana langar að byrja að læra íslensku og byrja í háskólanum,“ segir Suleiman og undirstrikar að Asil langi að læra góða íslensku sem fyrst svo hún geti farið í háskólann hér á landi. „Hana langar að koma og sýna íslensku þjóðinni þakklæti sitt. Öllum sem studdu við hana á samfélagsmiðlum, í fréttunum og öllum á Alþingi sem studdu við hana og gáfu henni ríkisborgararétt,“ segir Suleiman að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira