Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 18. desember 2023 10:01 Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun