Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 11:56 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur hægt og sígandi verið að rýmka þann tíma sem íbúum og fyrirtækjum hefur verið leyfilegt að dvelja í bænum. Frá 14. desember hefur leyfilegur dvalartími í bænum verið frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir þó greinilegt að þolinmæði íbúa gagnvart lokun að heimilum sínum sé á þrotum. „Við rýmdum bæinn 10. nóvember og merkilegt nokk þá hafa íbúar farið að reglum síðan. Það voru þó nokkrir íbúar í gær sem að vildu ekki fara en ég held að það hafi verið leyst og þau fóru fyrir rest. Það er ágætt að segja frá því að lögreglan er ekki að fara í harðar aðgerðir gagnvart íbúum Grindavíkurbæjar,“ segir Úlfar. Úlfar segir greinilegt að það sé komið óþol fyrir þessu ástandi. „Við erum auðvitað búinn að vera með bæinn tómann að næturlagi frá 10. nóvember. Það eru litlar breytingar að sjá í jörðinni eins og ég segi stundum. Ég á von á því að Veðurstofan uppfæri hættumatskort sitt á miðvikudag. Ég er að bíða eftir þeim degi því við vegum og metum stöðuna á hverjum degi og ef að okkur þykir ástæða til þá með skynsamlegum rökum að lyft rýmingu þá gerum við það,“ segir hann. Búið er að skreyta hér og þar í Grindavík. Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum svarar Úlfar: „Ég myndi telja líkur á því já, miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við verðum að bíða og sjá hvað Veðurstofan segir í uppfærðu hættumati.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jól Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira