Hver ber ábyrgð á þvi að gamalt folk fær ekki inn á öldrunarheimili? Öldrunarlæknir á Landspitalanum segir að gamalt folk á Landspitalanum teppi 100 legurymi á Landspitalanum, vegna þess að það er hvergi pláss fyrir þetta gamla folk á viðeigandi stofnunum. Dæmi eru um að folk þurfi að bíða í allt að einu ári eftir plássi!
Þess vegna spyr ég, hver ber ábyrgð á þessu hræðilega ástandi að geta ekki útvegað öldruðum foreldrum okkar viðeigandi úrræði.
Það er alltaf verið að tala um að við ‘Ílendingar búum í einu rikasti landi í heimi. Í hvað eyðum við þá fjármunum þessa ríka lands í.
Bjarni Benediktsson sagði við Heimildina 1.mai 2021 að covid hefði kostað þjóðina 300 til 400 milljarða króna, 200 milljarða í beinum aðgerðum og líklega annað eins í óbeinum aðgerðum.
Hvaða fjármunum erum við að eyða í hælisleitendakerfið, hluti útgjalda vegna þess er 25 til 30 milljarða á ári en líklega er hann mun hærri í óbeinum kostnaði. Öll aðföng Landspitalans á ári eru 20 milljarðar.
Ríkistjórn Íslands hélt tveggja daga Evrópu fund í Hörpu sem kostaði 4 til 5 milljarða.
Ríkistjórnin er búin að eyða milljörðum í striðsreksur í Úkraínu.
Hver ber ábyrgð á þessari stöðu að aldraðir foreldrar okkar fá ekki inni á öldrunarheimilium?
Eins og fram kemur hér að ofan, þá eru það stjórnmálamenn sem sitja inn á Alþingi okkar Íslendinga sem bera ábyrgð á þessu ömurlega ástandi.
Við sjáum forgang þessarar rikisstjórnar og það er alveg á hreinu að það eru ekki aldraðir Íslendingar sem byggðu upp þetta ríka land sem eru þeim kærir.
Höfundur er sonur aldraðrar móður.