Ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 18. desember 2023 13:31 Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar