Ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 18. desember 2023 13:31 Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun