COP28: Grípum tækifærin! Haraldur Hallgrímsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun