Skaðaminnkandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn Ásdís M. Finnbogadóttir skrifar 20. desember 2023 07:30 Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn SÁÁ Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun