Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 08:05 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann að gosstöðvunum í gærkvöldi. Ernir Snær Björnsson Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. „Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
„Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52
Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37