Þjónustutengd fjármögnun í forgang Willum Þór Þórsson skrifar 20. desember 2023 14:30 Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar