Af vindvélum og þjóðarmorði Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 20. desember 2023 16:01 Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisútvarpið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun