Af vindvélum og þjóðarmorði Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 20. desember 2023 16:01 Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisútvarpið Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun