Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 17:11 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur úrskurðað að ákvarðanir MAST í máli nautgripabónda voru í samræmi við lög. Samsett Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum. Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum.
Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira